Danny Simpson fyrrum leikmaður Manchester United og Leicester er á leið inn í boxhringinn og mun þar berjast í fyrsta sinn í lok mánaðar.
Áhrifavaldurinn KSI stendur fyrir kvöldinu en hann hefur undanfarið verið með stór kvöld.
Simpson kynnti í vikunni að 19 ára ferill hans sem atvinnumaður í fótbolta væri á enda.
Simpson ólst upp hjá Manchester United en hann varð Englandsmeistari með Leicester árið 2016. Hann lék einnig með Sunderland, Ipswich, Blackburn og Newcastle.
Simpson er 37 ára gamall en hann mun berjast við Danny Aarons sem er Youtube stjarna líkt og KSI.
KSI hélt stórt kvöld í Manchester á síðasta ári en fer nú til Dublin þar sem Simpson þreytir frumraun sína í boxi.