Það er útlit fyrir að sóknarmaðurinn Harry Kane fái að mæta sínum fyrrum liðsfélögum í Tottenham.
Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála Bayern Munchen, hefur staðfest það að Kane sé að snúa aftur eftir smávægileg meiðsli.
Talið var að Kane yrði ekki klár fyrir leikinn gegn Tottenham sem verður spilaður eftir þrjá daga.
Eberl staðfestir þó að Englendingurinn muni ferðast með liðinu til London og er útlit fyrir að hann taki þátt.
Kane var samningsbundinn Tottenham allan sinn feril áður en hann ákvað að yfirgefa félagið fyrir Bayern í fyrra.