Napoli er enn að vinna í því að fá Romelu Lukaku framherja Chelsea. Sky Sports segir frá.
Chelsea vill fá 35 milljónir punda fyrir framherjann frá Belgíu sem hefur verið á láni hjá Inter og Roma síðustu tvö ár.
Antonio Conte stjóri Napoli leggur alla áherslu á að fá LUkaku.
Chelsea var að skoða að fá Victor Osimhen frá Napoli en það er úr sögunni.
Osimhen mun þó að öllum líkindum fara frá Napoli en Arsenal og PSG eru meðal liða sem vilja fá hann.