Varnarmaðurinn Aymeric Laporte virðist ekki ætla að endast mjög lengi í Sádi Arabíu eftir að hafa gert samning við Al-Nassr.
Frá þessu greina fjölmargir miðlar og þar á meðal Al-Yaum í Sádi Arabíu sem fjallar ítarlega um stöðuna. Laporte er fyrrum leikmaður Manchester City og er hluti af spænska landsliðinu.
Laporte vill komast til Real Madrid og hefur rætt við Al-Nassr um að fá að rifta samningi sínum við félagið.
Laporte krefst þess að fá hluta af launum sínum borguð en hann fær afskaplega vel greitt í landinu líkt og aðrir erlendir leikmenn.
Varnarmaðurinn Nacho hefur yfirgefið Real og er Laporte efstur á óskalista Real fyrir komandi tímabil á Spáni.
Laporte vill fátt meira en að semja við meistarana í þessum glugga og er tilbúinn að taka á sig mikið fjárhagslegt högg svo það verði að veruleika.