Tveir fyrrum leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru nú að reyna fyrir sér hjá liði í þriðju deildinni á einmitt Englandi.
Um er að ræða þá Dwight Gayle og Ollie Norwood en flestir kannast mögulega við fyrra nafnið.
Gayle er 34 ára gamall sóknarmaður sem lék lengi vel með liðum eins og Crystal Palace og Newcastle en var síðast hjá Derby.
Gayle er án félags í dag en hann er ekki of eftirsóttur eftir ansi slæm tímabil hjá Stoke í næst efstu deild þar sem hann skoraði þrjú mörk í 50 leikjum.
Stockport í League 1 eða þriðju efstu deild Englands er með Gayle á reynslu sem lék í sömu deild á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk í sex leikjum fyrir Derby.
Norwood lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með Sheffield United en er í dag án félags.
Norwood er uppalinn hjá Manchester United en miðjumaðurinn er 33 ára gamall í dag.