Erling Haaland reyndist alltof góður fyrir lið Chelsea sem mætti hans eigin liði, Manchester City, í æfingaleik.
Leikurinn fór fram í Bandaríkjunum en Haaland átti stórleik fyrir Englandsmeistarana og skoraði þrennu.
Norðmaðurinn spilaði 80 mínútur í viðureigninni en fyrstu tvö mörk hans voru skoruð eftir aðeins fimm mínútur.
Stuðningsmenn Chelsea eru margir áhyggjufullir vegna frammistöðu leikmanna liðsins undir stjórn Enzo Maresca sem tók við í sumar.
Chelsea tókst að skora tvö mörk í leiknum en það gerðu þeir Raheem Sterling og Noni Madueke sem komu báðir inná sem varamenn.
Haaland reyndist hins vegar of góður fyrir Lundúnarliðið og skoraði Oscar Bobb einnig eitt mark fyrir City í sigrinum.