fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
433Sport

Ten Hag mjög hreinskilinn: ,,Margir sem sögðu mér að hætta við“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 22:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru þónokkrir sem ráðlögðu Erik ten Hag að sleppa því að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.

Ten Hag greinir sjálfur frá en hann tók við United fyrir um tveimur árum eftir góða dvöl hjá Ajax í heimalandinu, Hollandi.

Ten Hag var varaður við því að semja við United en gengi liðsins síðustu ár hefur ekki verið of gott en liðið vann þó enska bikarinn á síðustu leiktíð.

Hollendingurinn skoðaði önnur tilboð en var að lokum mjög hrifinn af þeirri áskorun að snúa gengi enska stórliðsins við.

,,Það voru svo margir sem sögðu mér að hætta við það að koma hingað,“ sagði Ten Hag.

,,Ég hefði getað samið við lið í mun betra standi en ég valdi Manchester United því ég er hrifinn af áskorunum.“

,,Mér líður eins og Manchester United sé mitt félag og ég vil finna fyrir þessari áskorun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heppinn að vera á lífi eftir að hafa rekist á björn á morgunæfingu – ,,Púlsinn hefur aldrei verið hærri“

Heppinn að vera á lífi eftir að hafa rekist á björn á morgunæfingu – ,,Púlsinn hefur aldrei verið hærri“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

U21 landsliðið tapaði gegn Wales

U21 landsliðið tapaði gegn Wales
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vont versnar fyrir stuðningsmenn Arsenal – Þurfti að nota hækjur og komst ekki í skó þegar hann fór í einkaflugvélina

Vont versnar fyrir stuðningsmenn Arsenal – Þurfti að nota hækjur og komst ekki í skó þegar hann fór í einkaflugvélina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ferguson segir fjölmiðla ofnota það að tala um heimsklassa leikmenn – Segist sjálfur aðeins hafa þjálfað fjóra

Ferguson segir fjölmiðla ofnota það að tala um heimsklassa leikmenn – Segist sjálfur aðeins hafa þjálfað fjóra