Það voru þónokkrir sem ráðlögðu Erik ten Hag að sleppa því að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.
Ten Hag greinir sjálfur frá en hann tók við United fyrir um tveimur árum eftir góða dvöl hjá Ajax í heimalandinu, Hollandi.
Ten Hag var varaður við því að semja við United en gengi liðsins síðustu ár hefur ekki verið of gott en liðið vann þó enska bikarinn á síðustu leiktíð.
Hollendingurinn skoðaði önnur tilboð en var að lokum mjög hrifinn af þeirri áskorun að snúa gengi enska stórliðsins við.
,,Það voru svo margir sem sögðu mér að hætta við það að koma hingað,“ sagði Ten Hag.
,,Ég hefði getað samið við lið í mun betra standi en ég valdi Manchester United því ég er hrifinn af áskorunum.“
,,Mér líður eins og Manchester United sé mitt félag og ég vil finna fyrir þessari áskorun.“