fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
433Sport

Telur að Arsenal missi varaskeifuna í sumarglugganum – ,,Dauðlangar að fá tækifæri þar“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, er með ráð fyrir leikmann liðsins sem er fastur á bekknum þessa dagana.

Leikmaðurinn umtalaði er Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, en hann er á eftir David Raya í goggunarröðinni.

Parlour telur að Ramsdale kveðji Arsenal fyrir fullt og allt í sumar og mun leitast eftir því að fá tækifæri sem aðalmarkvörður annars staðar.

,,Þetta verður erfitt ár fyrir Aaron. Hann er í enska landsliðshópnum og dauðlangar að fá tækifæri þar,“ sagði Parlour.

,,Hann vill spila fótbolta, hann veit hvernig það er að spila í hverri viku fyrir Arsenal. Ég held að það sé kominn tími á að taka stóra ákvörðun sem þjálfari liðsins.“

,,Aaron þarf einnig að taka stóra ákvörðun um hvað hann gerir, hvort hann haldi sig þarna og bíði eftir tækifærinu eða fari annað og sanni sitt gildi. Ég held að hann fari því hann vill fá að spila í hverri viku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“