fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
433Sport

Stjarnan sjálf varð lítil í sér á einu augnabliki: Grátbað hann um að stöðva bílinn – ,,Ég hljóp til hans með símann í hönd“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki það algengt að heimsfrægar stjörnur biðji aðrar stjörnur um mynd en það gerðist á dögunum er söngvarinn geðþekki, Robbie Williams, hitti Ruud van Nistelrooy.

Van Nistelrooy er í dag í þjálfarateymi Manchester United en hann er fyrrum leikmaður liðsins og var um tíma einn öflugasti framherji Evrópu.

Williams er mikill aðdáandi Van Nistelrooy en hann sá hetjuna sína óvænt á golfvelli og gat ekki annað en beðið hann um að stöðva í nokkrar sekúndur.

Williams er sjálfur vanur því að fólk komi upp að sér og biðji um mynd en er með litla reynslu af því persónulega – að eigin sögn.

,,Í dag, í eitt augnablik þá varð ég 14 ára á ný. Ég er ekki mikið fyrir það að biðja fólk um myndir,“ sagði Williams.

,,Sá síðasti sem ég bað um mynd var Sue Pollard en þegar ég keyrði framhjá Ruud van Nistelrooy sem var á sínum golfbíl öskraði ég á hann að stoppa.“

,,Ég hljóp til hans eins og antílópa með símann í hönd og var nálægt því að grátbiðja hann um eina mynd.“

,,Á einu augnabliki þá lét ég eins og margir hafa látið í kringum mig, það var eins og eitthvað ónáttúrulegt hefði tekið stjórn. Ég hugsaði með mér að þetta þyrfti að gerast núna. Ég skírði hundinn minn Ruddy í höfuðið á Ruud!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“