Arne Slot, nýr stjóri Liverpool, var ekki lengi að hughreysta sóknarmann liðsins, Darwin Nunez, sem óttaðist eigin framtíð í sumar.
The Mirror greinir frá en Nunez hefur ekki staðist allar þær væntingar sem gerðar voru til hans eftir komu til Liverpool.
Nunez raðaði inn mörkum fyrir Benfica í Portúgal og náði ekki að sýna sitt allra besta undir Jurgen Klopp á Anfield sem sagði upp störfum í sumar.
Talað var um að Nunez gæti verið seldur frá Liverpool í sumar en Slot, sem tók við liðinu af Klopp, vill treysta á úrúgvæska framherjann.
Mirror segir að Nunez sé hæstánægður eftir samtal við Slot og er meira en tilbúinn að gefa allt sitt í verkefnið í vetur.
Nunez er enn aðeins 25 ára gamall og verður framherji númer eitt á komandi tímabili.