Federico Chiesa, leikmaður Juventus, mun ekki fá að spila með liðinu á komandi tímabili en þetta hefur fengist staðfest.
Það er Thiago Motta, þjálfari Juventus, sem greinir frá en Chiesa kom til Juventus fyrir um fjórum árum síðan og upprunarlega sem lánsmaður.
Chiesa er 26 ára gamall vængmaður sem hefur spilað 51 landsleik fyrir Ítalíu og var áður á mála hjá Fiorentina.
,,Chiesa og allir þeir leikmenn sem spiluðu ekki leikinn í dag eru ekki hluti af verkefninu hér,“ sagði Motta fyrir æfingaleik.
,,Við höfum verið mjög skýrir varðandi það mál, þeir þurfa að finna lausn á sínum málum og nýtt félag sem fyrst.“
,,Við erum búnir að taka ákvörðun.“