Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, var gestur á Valley Parade í Bradford um helgina en hann er þessa stundina í sumarfríi.
Bellingham lék með enska landsliðinu á EM í sumar og fær lengri tíma en margir aðrir til að jafna sig fyrir komandi tímabil.
Það vakti athygli er Bellingham var einn af gestum vallarins og voru margir sem spurðu sig spurninga á samskiptamiðlum.
Ástæðan er þó ansi skýr en bróðir Jude, Jobe Bellingham, leikur með Sunderland sem spilaði við franska félagið Marseille.
Ekki nóg með það heldur er vinur Jude, Mason Greenwood, leikmaður Marseille eftir að hafa samið við félagið í sumar.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en bróðir hans spilaði 80 mínútur í viðureigninni.