Antonio Conte, stjóri Napoli, hefur engan áhuga á að nota sóknarmanninn Victor Osimhen á komandi tímabili.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem sérhæfir sig í ítölskum fréttum og er með ansi áreiðanlegar heimildir.
Conte hefur unnið með Lukaku hjá Inter Milan og þekkir Belgann vel en sóknarmaðurinn er samningsbundinn Chelsea þessa stundina.
Osimhen var ekki valinn í leikmannahóp Napoli í gær í æfingaleik gegn Girona og er ástæðan einföld að sögn Romano.
Napoli og Osimhen eru að reyna að finna lausn á málinu svo sóknarmaðurinn geti yfirgefið félagið á næstu dögum eða vikum.
,,Antonio Conte vill bara Romelu Lukaku,“ skrifar Romano á Twitter og er því lítið pláss fyrir Osimhen sem er einnig sagður vilja komast burt.