Marc Cucurella tók ansi óvinsæla ákvörðun á dögunum er hann samdi við bjórframleiðanda sem margir gætu kannast við.
Cucurella lék í nýrri auglýsingu fyrir bjórinn Estrella sem er afskaplega vinsæll á Spáni og sést víðs vegar í landinu.
Cucurella sem leikur með Chelsea og spænska landsliðinu ákvað að syngja eigið lag sem stuðningsmenn spænska liðsins sem og þess enska nota reglulega í leikjum.
,,Cucu, Cucurella, hann borðar paella og drekkur Estrella,“ er hluti af texta lagsins.
Það hefur líklega ekki verið ákvörðun Cucurella að nota þennan ágæta texta en hann hefur væntanlega fengið vel borgað og gengur vonandi sáttur frá borði.
Spánverjinn hefur þó fengið skelfileg viðbrögð við auglýsingunni sem þykir ansi asnaleg en hana má sjá hér fyrir neðan.
Marc Cucurella x Estrella 🍻
And Cucurella’s song that we’re used to hearing 😅pic.twitter.com/HfT26qYOhg
— x4 Football (@x4football) August 3, 2024