fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
433Sport

Tjáir sig eftir mikið skítkast frá netverjum: Birti saklaust myndband sem vakti athygli – ,,Skiljum ekki af hverju þetta varð svona vinsælt“

433
Laugardaginn 3. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir farnir að kannast við leikmanninn Florian Wirtz sem leikur með Bayer Leverkusen.

Wirtz er afskaplega efnilegur leikmaður en hann lék með þýska landsliðinu á EM í sumar og stóð sig vel.

Því miður fyrir Wirtz og hans liðsfélaga kom titillinn ekki heim en mótið var haldið í einmitt Þýskalandi.

Myndband af þessum ágæta strák hefur vakið mikla athygli þar sem hann velur uppáhalds tegundir sínar af kartöflum.

Einföld bökunarkartafla er í fyrsta sæti á listanum sem margir skilja einfaldlega ekki en Wirtz virðist elska einföldu hlutina frekar en þá flóknu.

Af einhverjum ástæðum fékk leikmaðurinn mikið áreiti fyrir myndbandið sem var birt fyrr á þessu ári.

,,Ertu munaðarlaus? Elskar þig enginn?“ skrifar einn til Wirtz og bætir annar við: ,,Borðaðu bara gras, hvað er að þér?“

Wirtz hefur sjálfur svarað fyrir myndbandið og skilur ekki þá gagnrýni sem hann fær á samskiptamiðlum enn þann dag í dag en myndbandið var birt fyrr í sumar.

,,Ég hef ekkert gaman að þessu. Ég og það fólk sem ég umgengist skilur ekki af hverju þetta varð svona vinsælt,“ sagði Wirtz.

,,Fólk gerði grín að mér þegar ég birti myndbandið en þetta er alls ekki það slæmt. Ég stend við það sem ég sagði. Ég er hrifinn af kartöflum en þegar fólk er að öskra á mig hægri/vinstri þá reyni ég bara að hundsa það.“

,,Þetta böggar mig ekki of mikið en á einhverjum tímapunkti hættir þetta að vera fyndið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Florian Wirtz (@wirtzhqs)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“