fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
433Sport

Lífvörður stjörnunnar tjáir sig í fyrsta sinn – ,,Fallegt augnablik sem ég mun aldrei gleyma“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. ágúst 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir sem kannast við nafnið Yassime Cheuko en hann er fyrrum hermaður frá Bandaríkjunum.

Yassine eins og hann kýs að kalla sig er lífvörður Lionel Messi, leikmanns Inter Miami, og fyrrum leikmanns Barcelona og Paris Saint-Germain.

Yassine hefur verndað Messi í rúmlega ár eftir að Argentínumaðurinn mætti til Bandaríkjanna en samband hans við stórstjörnuna er afskaplega gott að eigin sögn.

,,Messi horfir ekki aðeins á mig sem lífvörð heldur vin, við ræðum saman og við hlæjum saman,“ sagði Yassine.

,,Hann er alltaf að bjóða mér í hádegismat og kemur mjög vel fram við mig. Þegar hann vann Ballon d’Or og við vorum í flugvélinni þá sagði hann mér að halda á verðlaununum sem ég samþykkti.“

,,Í fyrstu hélt ég að hann væri að biðja mig um að bera verðlaunin á annan stað en stuttu seinna sagði hann við son sinn og eiginkonu: ‘Sigurvegari Ballon d’Or í öryggisgæslu er Yassine.’

,,Þetta var fallegt augnablik og ég mun aldrei gleyma því, að heyra þetta frá besta leikmanni heims. Mér líður eins og ég sé hluti af hans fjölskyldu og reyni mitt besta til að vernda hann frá hættum lífsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“