Conor Gallagher er opinn fyrir því að skrifa undir nýjan samning við Chelsea. Sky Sports segir frá.
Chelsea er búið að taka tilboði frá Atletico Madrid í Gallagher en hann er ekki mjög spenntur.
Gallagher hafnaði þriggja ára samningi við Chelsea en vill ræða við félagið um betri kjör og lengri samning.
Atletico Madrid bauð 34 milljónir punda í Gallagher sem Chelsea samþykkti.
Gallagher er hins vegar efins með skrefið til Spánar en Tottenham hefur einnig áhuga á að kaupa hann.