Sky Sports telur að Fulham og Manchester United muni á endanum ná saman um kaupverðið á Scott McTominay en United mun ekki taka nýjasta tilboðinu.
McTominay er metinn á rúmar 25 milljónir punda af United en Fulham bauð 20 milljónir punda.
Sky telur að félögin muni ná saman en McTominay vill vera fastamaður í byrjunarliði og fær það ekki hjá United.
Erik ten Hag vill ekki losna við McTominay en veit að hann þarf að selja leikmenn til að fá inn nýja og því er hann til í að leyfa Skotanum að fara.
McTominay reyndist United afar vel á síðustu leiktíð en er nú líklega á förum.