Rúnar Alex Rúnarsson gerði sig sekan um slæm mistök í 5-1 sigri FCK á Magpies frá Gíbraltar í Sambandsdeildinni í gær.
Um var að ræða fyrsta keppnisleik Rúnars fyrir FCK frá því að hann samdi við félagið í febrúar.
Rúnar hefur ekki fengið sæti í byrjunarliði FCK á nýju tímabili eins og vonir stóðu til um.
Hann fékk svo tækifærið í gær en gerði sig sekan um slæm mistök, hann gaf Magpies þeirra eina mark leiknum.
„Ein mistök breyta engu, Rúnar hefur lagt mikið á sig og átti skilið að spila,“ sagi Jacob Neestrup þjálfari FCK um málið.
Atvikið má sjá hér að neðan.
😂Runarsson making it difficult🙃 pic.twitter.com/HQiMVGT0CS
— BettingAlfredo (@BettingAlfredo) August 1, 2024