Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að alvarleg meiðsli Leny Yoro muni ekki breyta neinu um það hvernig liðið hagar sér á markaðnum.
Ten Hag segir að United hafi fyrir sumarið teiknað upp plan og eftir því verði farið, meiðsli skipti engu.
Yoro var keyptur til United á dögunum en meiddist í æfingaleik og verður frá í alla vegana þrjá mánuði.
„Við erum með planið á hreinu,“ segir Ten Hag.
„Við vitum hvað þarf að gera, meiðsli eru hlut af vegferðinni. Þú kemur ekki í veg fyrir þau í fótbolta. Þú keyrir á hlutina og þú þarft breidd til að takast á við þetta.“