fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
433Sport

Ítarlegt viðtal við Túfa sem er spenntur fyrir starfinu á Hlíðarenda – „Aldrei spurning fyrir mig að sannfæra menn og fá þessa vinnu,“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Srdjan Tufegdzic nýr þjálfari Vals segir það ekki hafa tekið sig langan tíma að taka við starfinu hjá Val þegar það var í boði, Arnar Grétarsson var rekinn í gær og Túfa tók strax við.

Túfa var aðstoðarþjálfari Vals 2020 og 2021 þegar Heimir Guðjónsson var þjálfari liðsins. Hann þekkir því félagið vel og er orðinn mikill Valsari.

„Þetta var mjög stuttur aðdragandi, til að hafa þetta á hreinu. Samtalið byrjaði þannig að þeir vildu skipta um þjálfara og þá var þetta aldrei spurning fyrir mig, að sannfæra menn og fá þessa vinnu,“ segir Túfa í samtali við 433.is en allt viðtalið má heyra hér að neðan.

video
play-sharp-fill

„Mér líkaði mjög vel, þetta voru tvö frábær ár. Valur sem klúbbur er stór í íslenskum íþróttum, ekki bara í fótbolta. Það er mikill metnaður og mér leið mjög vel hérna, ég var alltaf í sambandi við Finn Frey, Óskar Bjarna og fleiri sem eru að vinna í Vals heimilinu.“

Túfa hefur þjálfað í Svíþjóð í rúm tvö ár en fjölskylda hans var mest á Íslandi og eru þau búsett í hverfinu við Hlíðarenda og börnin hans eru í Val.

„Þeir vita hvernig er að vinna með mér, þessi tvö ár eru ekki langur tími en mér leið eins og Valsari. Við ákváðum að kaupa íbúð í Vals hverfinu og vera með strákana okkar í Val í handbolta og fótbolta. Þetta er frábært.“

Túfa segir Valsmenn stefna á það berjast um titilinn en liðið er átta stigum á eftir toppliði Víkings en á leik til góða og að auki á liðið eftir að mæta Víkingi í tvígang.

„Það breytist aldrei hjá Val, ég þekki metnaðinn vel. Ég þekki stjórnarmenn og marga leikmenn, þetta eru karakterar sem vilja keppa um titla. Það var erfið vika, tvö stór töp gegn Fram og St Mirren og þjálfarabreytingar. Markmið breytist ekki, það eru tólf leikir eftir. Það er komast á völlinn, hitta leikmenn og byrja að þjálfa.“

„Við horfum til lengri tíma, öll einbeiting núna er á næstu æfingu og næsta leik. Klára tímabilið og svo getum við sest niður og unnið í hugmyndum hvernig á að þróa liðið og félagið áfram.“

Viðtalið er í heild hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“
Hide picture