fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
433Sport

Arnar og Börkur vilja ekki ræða uppsögnina

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 10:29

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari Vals ætlar ekki að ræða ákvörðun stjórnar Vals að segja sér upp í gær. Í samtali við 433.is sagði Arnar að hann myndi ekki ræða málið á næstunni.

Arnari var sagt upp störfum eftir tap gegn St Mirren í Skotlandi í gær, beint eftir leik létu forráðamenn Vals hann vita um uppsögnina.

Börkur Edvardsson formaður Vals vill heldur ekki tjá sig um málið og vísar í yfirlýsingu félagsins frá því í gærkvöldi í samtali við 433.is. „Þetta snýst ekki um einstaka úrslit eða leiki heldur er það einfaldlega mat okkar í stjórn að við séum ekki á réttri leið með liðið og því var þessi ákvörðun tekin. Við þökkum Adda fyrir allt það sem hann hefur gert síðan hann kom til okkar og óskum honum alls hins besta,“ sagði Börkur í yfirlýsingu Vals í gær.

Arnari var tilkynnt um uppsögnin beint eftir tap Vals eftir gegn St. Mirren, ljóst er að brottrekstur Arnars átti sér nokkurn undirbúning en á sama tíma og tilkynnt var um uppsögn hans var tilkynnt um ráðningu á Srdjan Tufegdzic (Túfa).

Túfa gerði þriggja ára samning og ljóst að slíkur samningur var ekki kokkaður upp beint eftir tap í Skotlandi.

Samkvæmt því sem 433.is kemst næst var það til skoðunar hjá forráðamönnum Vals að reka Arnar úr starfi eftir tap gegn KA í undanúrslitum bikarsins á dögunum, þótti þeim frammistaðan ekki boðleg fyrir Val. Var ákveðið að bíða með uppsögnina að sjá og taka stöðuna eftir nokkra leiki. Tapið gegn Fram í Bestu deild karla á sunnudag varð svo til þess að forráðamenn Vals fóru aftur að skoða stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“