Chelsea hefur nákvæmlega engan áhuga á að losa sóknarmanninn Nicolas Jackson í þessum sumarglugga.
Fyrr í sumar var greint frá því að Jackson væri mögulega að semja við annað félag en hann kom til Chelsea síðasta sumar.
Telegraph segir að Chelsea sé að íhuga að framlengja samning Jackson eða til ársins 2033.
Það er níu ára samningur, líkt og Cole Palmer skrifaði undir í gær en Chelsea er mikið í því að gefa leikmönnum samninga til margra ára.
Jackson átti fínt fyrsta tímabil með Chelsea en hvort hann verði aðal framherji liðsins í vetur er óljóst.