Wolves er að skoða markaðinn eftir að hafa fengið um 60 milljónir punda frá Chelsea fyrir Pedro Neto.
Telegraph segir að Yoane Wissa framherji Brentford sé ofarlega á óskalistanum.
Wissa er kraftmikill sóknarmaður en samkvæmt Telegraph eru viðræður félaganna í fullum gangi.
Pedro Neto var seldur til Chelsea í síðustu viku og er ekki búist við öðru en að Wolves bæti nokkrum leikmönnum við.
Wissa átti góða spretti með Brentford á síðustu leiktíð.