Samkvæmt fréttum á Spáni er Manchester United byrjað að ræða við Barcelona um Frenkie de Jong og hefur einu tilboði verið hafnað samkvæmt tíðindum.
Erik ten Hag hefur lengi viljað fá De Jong til United og Barcelona verður að selja leikmenn og eru til í að skoða það að selja De Jong.
United reyndi mikið fyrir tveimur árum en öllum tilboðum var hafnað.
Sagt er í frétt El National að United hafi boðið 42 milljónir punda á dögunum en Barcelona vilji um 50 milljónir punda.
De Jong er til sölu ásamt fleiri leikmönnum sem Barcelona vill losna við til að losa fjármuni en félagið á enn í vandræðum með að ná endum saman.