Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui voru mættir snemma í gærmorgun í einkaflugvél sína sem flaug þeim yfir til Manchester.
Manchester United fékk tilboð í leikmennina samþykkt á laugardag og kláruðu þeir læknisskoðun í gær.
Búist er við að þeir skrifi undir samning við United í dag og verði kynntir.
De Ligt og Mazraoui skelltu sér saman út að borða í Manchester í gær og fóru á Sexy Fish sem er afar vinsæll staður þar á bæ.
Búist er við að þeir félagar mæti á sína fyrstu æfingu í dag og geti tekið þátt í leiknum gegn Fulham á föstudag þegar enska úrvalsdeildin fer af stað.
🇳🇱 🇲🇦 De Ligt and Mazraoui in Manchester! #mufc
📸 @MailSport pic.twitter.com/QI9lOOSWQZ
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 12, 2024