fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
433Sport

Hreint ótrúlegar ástæður fyrir því að hann hafnaði Liverpool í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 08:16

Martin Zubimendi. Getty Images.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad lét forráðamenn Liverpool vita af því í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að koma til félagsins.

Forráðamenn Liverpool töldu allt að verða klappað og klárt og kom því símtalið frá Zubimendi á óvart.

Zubimendi er 25 ára miðjumaður en forráðamenn Sociedad og þjálfari liðsins Imanol Alguacil lagði mikla pressu á hann.

Þannig segja spænskir miðlar að þjálfarinn hafi talað mikið um það hversu svekktir stuðningsmenn liðsins yrðu ef hann færi.

Þá var sett saman kynning fyrir Zubimendi með matnum sem er í boði í San Sebastian og farið yfir fjallið Ulia sem Zubimendi er sagður elska að klífa.

Þá var hann minntur á viðtal eftir úrslitaleik Evrópumótsins þar sem Zubimendi sagði að hann færi ekki frá félaginu.

Forráðamenn Liverpool eru svekktir, þeir lögðu mikið í sölurnar og buðu Zubimendi miklu hærri laun en hann fær á Spáni en hann ákvað að halda tryggð við sitt félag eftir mikla pressu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vildi burt frá Liverpool í sumar en fékk það ekki – Keyptu svo mann í hans stöðu

Vildi burt frá Liverpool í sumar en fékk það ekki – Keyptu svo mann í hans stöðu
433Sport
Í gær

Allt í klessu hjá franska landsliðinu – Hélt þrumuræðu í klefanum og Mbappe sagði ekki orð

Allt í klessu hjá franska landsliðinu – Hélt þrumuræðu í klefanum og Mbappe sagði ekki orð
433Sport
Í gær

United tekur næsta skref í að byggja nýjan völl – Ratcliffe vill að allt verði klárt fyrir lok árs

United tekur næsta skref í að byggja nýjan völl – Ratcliffe vill að allt verði klárt fyrir lok árs