FH hefur gengið frá samningi við Birki Val Jónsson bakvörð HK en félagið reynir að kaupa hann núna áður en glugginn lokar í kvöld.
FH er á eftir hægri bakverði en Hjörvar Hafliðason sagði frá þessu í Dr. Football í dag.
Birkir Valur lék í stutta stund með Spartak Trnava í Slóvakíu árið 2020 en hefur alla tíð á Íslandi verið í HK.
Samningur Birkis er á enda eftir tímabilið og þvi gat FH samið við hann en liðið vill fá hann í dag áður en glugginn lokar.
Birkir Valur er 25 ára gamall en Ástbjörn Þórðarson yfirgaf FH á dögunum og því vantar FH-ingum hægri bakvörð.