David de Gea fyrrum markvörður Manchester United segir að það hafi verið erfitt að finna ástríðuna þegar samningur hans við félagið rann út.
De Gea fór frá United fyrir fjórtán mánuðum og var atvinnulaus þangað til um helgina þegar hann samdi við Fiorentina.
De Gea hafði fengið fjölda tilboða en segir að það hafi verið erfitt að kveikja metnaðinn eftir tólf ár hjá Manchester United.
„Manchester United er frábært félag og hjarta mitt verður alltaf þar,“ segir De Gea.
„Ég ætlaði mér aldrei að hætta en það var bara erfitt að finna neista eftir tólf ár þarna, United er það frábært félag.“
„Ég fann hins vegar neista þegar Fiorentina kom til mín.“
❤️🇪🇸 David de Gea: “Man United is a top, top club and my heart will always be there”.
“I never thought about retiring, it was just difficult to find motivations for new chapter after 12 years at a top club like Man United… and I finally felt that at Fiorentina”. pic.twitter.com/F6dw3x8w7I
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024