Tvö ensk félög reyndu að fá undrabarnið Endrick á láni í sumarglugganum en þetta fullyrðir miðillinn HITC.
Endrick er leikmaður Real Madrid á Spáni en hann verður líklega mikil varaskeifa á Santiago Bernabeu í vetur.
Samkvæmt HITC íhugaði Real að lána Endrick á tímapunkti en ákvað að lokum að halda leikmanninum í sínum röðum.
Tvö lið í ensku úrvalsdeildinni sýndu þessum 18 ára gamla leikmanni áhuga en liðin tvö eru ekki nafngreind.
Endrick mun ekki eiga fast byrjunarliðssæti í liði Real í vetur eftir komu Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain.