Thierry Henry sá um að þjálfa landslið Frakklands á Ólympíuleikunum í sumar en liðið hafnaði í öðru sæti.
Um er að ræða einn besta sóknarmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og vilja margir meina að hann sé númer eitt.
Henry vakti heldur betur athygli á skemmtistað um helgina er hann sást dansa ásamt leikmönnum franska liðsins.
Um var að ræða svokallaða danskeppni þar sem Henry sýndi ansi lagleg tilþrif og fékk verðskuldað hrós.
Frakkarnir sáu tilefni til að skemmta sér þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum en sterkasta lið landsins spilaði á EM í sumar og var skipað öðrum leikmönnum.
Þessi tilþrif Henry má sjá hér.
Thierry Henry dancing to „Gaou“ by Magic System from Ivory Coast 😂
— This song is a vibe, but people forget that it is about a heartbreak 😭 #afropolitain pic.twitter.com/lVDrsbk5yA
— AfropolitainMagazine (@afropolitainmag) August 11, 2024