Adam Ægir Pálsson átti stórleik fyrir lið Perugia í gær sem spilaði við Latina í ítölsku C deildinni.
Adam gekk nýlega í raðir Perugia frá Val og var að byrja sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Sóknarmaðurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum sem Perugia vann að lokum örugglega, 4-1.
Adam byrjar því frábærlega fyrir sitt nýja félag og vonandi nær hann að stimpla sig rækilega inn í næstu leikjum.
Sjáðu mörkin hér að neðan.
Þrennan hans Adams🎩✨ https://t.co/bGaT1IyjjN pic.twitter.com/X49kmMAQeL
— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) August 11, 2024