Samu Omorodion framherji Atletico Madrid var mættur til London í gær að ganga í raðir Chelsea en nú er allt farið í vaskinn.
Omorodion neitaði að skrifa undir við Chelsea en breytingar á samningi sem hafði verið rætt urðu til þess að hann neitar að fara.
En viðskipti Atletico Madrid og Chelsea hætta ekki þar, því félögin verða að finna einhverja lausn að þeirra mati.
Atletico Madrid verður að selja leikmann til að geta keypt Conor Gallagher af Chelsea og Julian Alvarez frá Manchester City.
Báðir eru búnir í læknisskoðun hjá Atletico en félagið þarf að selja til að klára það.
Félögin ætla sér að finna lausn og eru nú farnir að ræða um Joao Felix framherja Atletico. Hann þekkir til hjá Chelsea eftir að hafa verið á láni fyrir tveimur árum.