fbpx
Mánudagur 09.september 2024
433Sport

Farsi í gangi hjá Chelsea – Omorodion vill ekki skrifa undir og nú er farið að ræða annað nafn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samu Omorodion framherji Atletico Madrid var mættur til London í gær að ganga í raðir Chelsea en nú er allt farið í vaskinn.

Omorodion neitaði að skrifa undir við Chelsea en breytingar á samningi sem hafði verið rætt urðu til þess að hann neitar að fara.

En viðskipti Atletico Madrid og Chelsea hætta ekki þar, því félögin verða að finna einhverja lausn að þeirra mati.

Getty Images

Atletico Madrid verður að selja leikmann til að geta keypt Conor Gallagher af Chelsea og Julian Alvarez frá Manchester City.

Báðir eru búnir í læknisskoðun hjá Atletico en félagið þarf að selja til að klára það.

Félögin ætla sér að finna lausn og eru nú farnir að ræða um Joao Felix framherja Atletico. Hann þekkir til hjá Chelsea eftir að hafa verið á láni fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lengjudeildin: Grótta er fallið – ÍBV á toppnum

Lengjudeildin: Grótta er fallið – ÍBV á toppnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Keane fjallaði um fyrsta leik Heimis: Langt frá því að vera hrifinn af gestaliðinu – ,,Þeir voru ömurlegir“

Keane fjallaði um fyrsta leik Heimis: Langt frá því að vera hrifinn af gestaliðinu – ,,Þeir voru ömurlegir“
433Sport
Í gær

Þjóðadeildin: Tap í fyrsta leik Heimis

Þjóðadeildin: Tap í fyrsta leik Heimis
433Sport
Í gær

Besta deild kvenna: Fylkir og Keflavík fara niður

Besta deild kvenna: Fylkir og Keflavík fara niður