Eins og greint var frá fyrr í þessari viku þá hafði knattspyrnukonan og OnlyFans stjarnan, Madelene Wright, ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Það er hins vegar ekki rétt miðað við nýjustu fregnir en Madelene gaf það út fyrr í mánuðinum að hún væri hætt sem leikmaður Leyton Orient.
Það tók ekki langan tíma fyrir Madelene að snúa aftur í boltann sem hefur í raun komið gríðarlega mörgum á óvart.
Madelene var ákveðin í að byrja að streyma tölvuleiki á netinu frekar en að spila fótbolta – eitthvað sem hún tók til baka aðeins nokkrum dögum seinna.
Madelene hefur skrifað undir samning við Chesham United á Englandi en um er að ræða lið sem spilar í National deildinni.
Hún hefur fengið ansi mörg óviðeigandi skilaboð eftir komuna en er sjálf vongóð um að fjölga eigin aðdáendum á OnlyFans þar sem hún birtir klámfengið efni.
Madelene er með um 60 þúsund fylgjendur á síðunni en vonandi vegnar henni vel hjá sínu nýja félagi.
,,Drusla að spila fyrir mitt félag? Ég kaupi ársmiða!“ skrifaði einn til Madelene og bætir annar við: ,,Passaðu að þær séu þröngar, stuttbuxurnar..“
Afskaplega óviðeigandi skilaboð en vonandi fyrir Madelene þá er hún lítið fyrir það að lesa svoleiðis ummæli á netinu.