England ætti alls ekki að íhuga það að ráða fyrrum landsliðsmann þjóðarinnar, Frank Lampard, til starfa sem nýjan landsliðsþjálfara.
Þetta segir William Gallas, fyrrum liðsfélagi Lampard, en hann hafði ekki of góða hluti að segja um kunningja sinn.
Lampard hefur ekki gert of góða hluti á þjálfaraferli sínum en hann hefur stýrt Derby, Chelsea og Everton.
Lampard er orðaður við stjórastarfið hjá þeim ensku en Gallas varar sambandið við því að ráða hann til starfa.
Lee Carsley mun stýra enska liðinu í september en verður aðeins ráðinn inn til bráðabirgða.
,,Frank Lampard myndi ekki henta enska landsliðinu. Þú verður að taka ferilskrána inn í myndina og hún er ekki nógu góð,“ sagði Gallas.
,,Hann hefur ekki unnið neina titla eða náð neinum árangri í ensku úrvalsdeildinni, jafnvel þó hann hafi stýrt Chelsea tvisvar. Honum hefur mistekist í þessum störfum.“