Manchester City 1 – 1 Manchester United(9-8)
0-1 Alejandro Garnacho(’82)
1-1 Bernardo Silva(’89)
Manchester City vann Samfélagsskjöldinn þetta árið á Englandi en úrslitaleikurinn fór fram í dag.
Spilað var á Wembley en andstæðingar City voru engir aðrir en Manchester United, grannarnir úr sömu borg.
Englandsmeistarar síðasta tímabils, City, og bikarmeistararnir, United, mættust í leik sem endaði með vítakeppni.
Alejandro Garnacho kom United yfir er átta mínútur voru eftir en sjö mínútum seinna jafnaði Bernardo Silva fyrir City.
Það er engin framlenging í Samfélagsskildinum og var því farið í vítakeppni þar sem City hafði betur.
Bernardo Silva klikkaði á fyrstu spyrnu City en þeir Jadon Sancho og Jonny Evans misstigu sig síðar fyrir United og fagna þeir bláklæddu sigri þetta árið.