Moldríka félagið Wrexham hefur sett félagsmet en liðið hefur fest kauo á leikmanni að nafni Ollie Rathbone.
Wrexham er í eigu Hollywood stjarna en um er að ræða þá Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem flestir kannast við.
Rathbone hefur gert þriggja ára samning við Wrexham eða til ársins 2027 og er sá dýrasti í sögu félagsins.
Athletic greinir frá en dýrasti leikmaður í sögu Wrexham var Ollie Palmer í janúar 2022 sem kostaði 300 þúsund pund.
Verðmiðinn fyrir Rathbone er ekki gefinn upp en Wrexham spilar í League One deildinni á Englandi sem er þriðja efsta deild.
Hann var áður á mála hjá liði Rotherham og var einn mikilvægasti leikmaður liðsins.