Barcelona er að horfa í óvænta átt fyrir komandi tímabil á Spáni en frá þessu greinir Sky Sports.
Barcelona ku hafa áhuga á bakverðinum Sergio Reguilon sem er samningsbundinn Tottenham á Englandi.
Samkvæmt Sky hefur Barcelona sett sig í samband við Tottenham um þann möguleika að fá bakvörðinn í þessum glugga.
Reguilon er ekki byrjunarliðsmaður hjá Tottenham en hann er fyrrum leikmaður Real Madrid sem eru erkifjendur Börsunga.
Reguilon spilaði með Real í heil 15 ár en samdi endanlega við Tottenham 2020 þar sem hlutirnir hafa ekki gengið upp.
Argentínumaðurinn spilaði með bæði Manchester United og Brentford á láni á síðustu leiktíð.