fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
433Sport

Bálreið vegna umfjöllunar fjölmiðla um eiginmanninn: Fyrirsögnin ósmekkleg – ,,Hvernig getur þú ætlast til þess?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem kannast við konu sem ber heitið Alice Campello en hún er eiginkona framherjans Alvaro Morata.

Morata hefur fengið nóg af gagnrýninni á EM í Þýskalandi en frammistaða hans til þessa hefur verið í umræðunni.

Spænski miðillinn El Confidencial fór mögulega yfir strikið eftir helgi stuttu fyrir leik Spánar og Frakklands í gær en Spánn vann þann leik 2-1 og er komið í úrslit.

El Confidencial sagði Morata vera til skammar og þá ekki bara fyrir eigin frammistöðu heldur einnig ummæli sem hann lét falla.

Morata tjáði sig nýlega að hann væri að fá alltof harða gagnrýni í heimalandinu og segir að á Spáni sé engin virðing borin fyrir neinum leikmönnum.

El Confidencial nýtti sér það og sagði hegðun Morata í raun vandræðalega og að hann væri ekki að gera Spánverjum neinn greiða með þessari framkomu.

Campello, eiginkona Morata, var ekki lengi að svara þessari frétt El Confidencial og gagnrýnir þessa frétt miðilsins harkelga.

,,Ég hata að spila okkur sem fórnarlömb hérna og gera meira úr þessu en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér, fyrirgefiði, hvernig er þetta eðlilegt?“ sagði Campello.

,,Það eina sem mér finnst lélegt er þessi blaðamennska, þú lærðir þessa sarfsgrein og þú ákveður að nota þessa fyrirsögn þegar Spánn er að spila undanúrslitin.“

,,Það er ótrúlegt fyrir mér að frekar en að hvetja leikmann áfram þá ákveður þú að reyna að drekkja honum. Hvernig getur þú ætlast til þess að hann gefi sitt besta fyrir landið þegar hann telur að enginn hafi trú á sér?“

,,Hvað er markmiðið með þessari fyrirsögn? Að búa til ennþá meira hatur í garð leikmannsins?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líkja stjörnunni við glæpamann eftir saklausa myndbirtingu: Lítur allt öðruvísi út – ,,Ég myndi forðast þig“

Líkja stjörnunni við glæpamann eftir saklausa myndbirtingu: Lítur allt öðruvísi út – ,,Ég myndi forðast þig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svarar blóðheitum stuðningsmönnum: Af hverju var samningurinn framlengdur? – ,,Einn besti þjálfari Evrópu“

Svarar blóðheitum stuðningsmönnum: Af hverju var samningurinn framlengdur? – ,,Einn besti þjálfari Evrópu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskir dómarar í Belgíu

Íslenskir dómarar í Belgíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja fá Weghorst aftur – Ætlar sér burt frá Burnley

Vilja fá Weghorst aftur – Ætlar sér burt frá Burnley
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Daninn tekur mjög áhugavert skref

Daninn tekur mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Samningnum rift ári fyrr – Þénaði tæpar 18 milljónir á viku

Samningnum rift ári fyrr – Þénaði tæpar 18 milljónir á viku
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlega uppákomu í beinni útsendingu – Áhorfendur trúðu ekki eigin augum

Sjáðu ótrúlega uppákomu í beinni útsendingu – Áhorfendur trúðu ekki eigin augum