Cristiano Ronaldo reyndi að róa fyrrum liðsfélaga sinn Karim Benzema í gær er stórleikur í Sádi Arabíu fór fram.
Benzema og Ronaldo eru góðir vinir en þeir voru lengi saman hjá Real Madrid og náðu frábærum árangri sem samherjar.
Benzema lenti í rifrildi við Otavio, leikmann Al-Nassr, í gær en hann er sjálfur á mála hjá toppliði Al-Ittihad.
Frakkinn var verulega pirraður á tímapunkti í þessum leik og þurfti hans fyrrum liðsfélagi að sjá til þess að hann færi ekki yfir strikið.
Bæði Benzema og Otavio fengu gult spjald fyrir sína hegðun í leik sem lauk með 2-1 sigri Al-Ittihad.
Ronaldo og Benzema komust báðir á blað í leiknum.
Benzema fighting with Otavio
Ronaldo calms him 🙏pic.twitter.com/0271gjtC9U https://t.co/osBCCscnPt
— fan (@NoodleHairCR7) December 6, 2024