Það er búið að fresta leik Everton og Liverpool sem átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var staðfest nú í dag en þónokkrum leikjum á Englandi verður frestað um þessa helgi.
Eins og er þá er þetta eini úrvalsdeildarslagurinn sem hefur verið frestað en þrír leikir eiga að hefjast klukkan 15:00.
Stormurinn Darragh gengur nú yfir á Englandi og hefur mörgum leikjum í neðri deildum verið fregnað vegna hans.
Leikurinn átti að hefjast klukkan 12:30 en nú verður unnið að því að finna nýja dagsetningu.