Carlo Ancelotti hefur gefið í skyn að Kylian Mbappe verði settur á bekkinn hjá Real Madrid ef hans frammistaða batnar ekki á næstunni.
Mbappe kom til Real frá PSG í sumar en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu sjö leikjum sínum.
Ásamt því hefur Frakkinn klúðrað tveimur vítaspyrnum í röð og er ekki að spila líkt og hann gerði í heimalandinu.
,,Hann veit af þessu því hann ræddi við samherja sína eftir leik og við stöndum með honum,“ sagði Ancelotti um stöðuna.
,,Hann er ekki að spila sinn besta leik, það eru margir sem átta sig ekki á því en hann veit sjálfur að hann er ekki upp á sitt besta.“
,,Við þurfum að taka allt inn í myndina. Þegar kemur að krafti og hraða þá hefur hann bætt sig. Það þýðir ekki að hann þurfi að spila alla leiki.“