Ruud van Nistelrooy byrjaði með látum í starfi hjá Leicester í vikunni þegar liðið vann 3-1 sigur á West Ham.
Nistelrooy fær það verkefni að reyna að bjarga Leicester frá falli.
Samkvæmt enskum blöðum ætlar Nistelrooy að skoða markaðinn og vill horfa til Manchester United.
Nistelrooy er sagður vilja fá Toby Collyer miðjumann United á láni strax í janúar.
Collyer heillaði Nistelrooy þegar hann vann hjá United en þessi tvítugi miðjumaður vill fá meiri spilatíma.