fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
433Sport

Logi ræðir einlæglega um uppgang sinn: Vissi þarna að hann gæti uppfyllt drauminn – „Til að byrja með nennti ég ekkert að hlusta“

433
Föstudaginn 6. desember 2024 20:00

Logi Tómasson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Logi leikur með norska úrvalsdeildarliðinu Stromsgodset og hefur gert afar vel á um einu og hálfu ári þar. Hann fór til félagsins frá Víkingi hér heima þegar hann var að verða 23 ára gamall.

„Þetta sýnir bara að það er engin ein leið í þessu. Þegar ég var 19-20 átti ég ekki breik í einhverja atvinnumennsku því hausinn minn bara var ekki þar. Þegar ég setti hausinn 100 prósent á boltann fór þetta að rúlla og það voru líka alvöru menn í Víkinni sem hjálpuðu mér með það,“ sagði Logi.

video
play-sharp-fill

Hann segir Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen hafa hjálpað sér mikið í Víkinni.

„Kári og Sölvi voru bara að reyna að skóla mig til. Til að byrja með nennti ég ekkert að hlusta en svo þegar ég setti hausinn á þetta ræddi ég við Sölva á hverjum degi um hvað ég gæti bætt í varnarleiknum.

Það er ekkert hver sem er sem fær svona skólun. Þess vegna myndi ég mæla með því fyrir varnarmenn að fara í Víking ef það er í boði. Þú munt bæta þig svo mikið í öllum þáttum leiksins.“

Logi, sem í dag er fastamaður í landsliðinu, var spurður að því hvenær hann áttaði sig á því að hann gæti farið í atvinnumennsku.

„Eftir 2022 tímabilið áttaði ég mig á því að ef ég myndi laga ákveðna hluti væri ég að fara út. Þá ákvað ég að gefa mig allan í þetta og sýna fólki hvað ég gæti gert.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Smellti þessari mynd í andlitið á Frey á fyrsta blaðamannafundinum – „Burt með þessa mynd!“

Smellti þessari mynd í andlitið á Frey á fyrsta blaðamannafundinum – „Burt með þessa mynd!“
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Veðbankarnir hafa talað – Hér detta Strákarnir okkar úr leik

Veðbankarnir hafa talað – Hér detta Strákarnir okkar úr leik
Sport
Í gær

Óli Stef fór mikinn: Segist tryllast þegar hann sér þetta – „Verið með þetta á fokking hreinu“

Óli Stef fór mikinn: Segist tryllast þegar hann sér þetta – „Verið með þetta á fokking hreinu“
433Sport
Í gær

Sjáðu fyrsta viðtal Freys í Noregi – „Borg sem brennur fyrir Brann“

Sjáðu fyrsta viðtal Freys í Noregi – „Borg sem brennur fyrir Brann“
433Sport
Í gær

Staðfestir að Manchester United lendi ekki í vandræðum

Staðfestir að Manchester United lendi ekki í vandræðum
433Sport
Í gær

Dortmund búið að samþykkja tilboð

Dortmund búið að samþykkja tilboð
Hide picture