fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Jákvæðar viðræður átt sér stað við lykilmanninn undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. desember 2024 07:54

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræðum milli Amad Diallo og Manchester United miðar vel áfram og stefnt er að því að leikmaðurinn skrifi undir langtímasamning á Old Trafford fyrir lok árs.

Amad hefur óvænt verið lykilmaður fyrir United undanfarið og hefur nýr stjóri, Ruben Amorim, miklar mætur á honum.

Samningur Amad rennur hins vegar út næsta sumar og má hann því ræða við önnur félög í janúar samkvæmt reglum.

Þó er ákvæði í samningi leikmannsins sem gerir United kleift að framlengja hann um ár til viðbótar en félagið vill hins vegar klára langtímasamning sem fyrst.

Amad gekk í raðir United í janúar 2021 en hefur á tíma sínum á Old Trafford verið lánaður til Rangers og Sunderland.

Amorim hrósaði honum einmitt í hástert eftir 4-0 sigur á Everton um helgina, þar sem Amad lagði upp tvö.

„Hann gerði mjög vel en hann þarf líka að bæta ákveðna þætti. Hann var góður varnarlegur og sóknarlega og þarf að halda svona áfram. Ruud van Nistelrooy hjálpaði honum mikið í þeim leikjum sem hann var við stjórnvölinn og það hjálpar mér núna,“ sagði Amorim um Amad eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real nálægt því að ná samkomulagi

Real nálægt því að ná samkomulagi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lúðvík ómyrkur í máli og vill skipta Jökli út í Garðabænum – „Bara tóm tjara“

Lúðvík ómyrkur í máli og vill skipta Jökli út í Garðabænum – „Bara tóm tjara“
Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“