fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Skiptar skoðanir á stöðunni á Hlíðarenda – „Eins og týndur kafbátur sem næst ekki samband við“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valsarar hafa látið fara lítið fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum það sem af er vetri. Þetta var tekið fyrir í þætti dagsins af Þungavigtinni.

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, benti þá á að keppinautar Vals í Bestu deild karla væru farnir að styrkja sig og furðaði sig á að ekkert væri að frétta af Hlíðarenda.

„Blikar eru búnir að styrkja sig með góðum leikmönnum, Víkingar að gera það núna. Hvað er að gerast á Hlíðarenda? Þeir eru eins og týndur kafbátur sem næst ekki samband við. Eru menn ekki mættir í vinnuna?“ spurði Ríkharð í þættinum.

Mikael Nikulásson tók þá til máls en hann er á því að Valur sé þegar með svo gott sem nógu sterkt lið eftir góðar styrkingar undanfarin ár.

„Ég er ánægður með þetta hjá Val. Valur er ekki að fara inn í tímabilið með Rikka G og Mæk á miðjunni. Þeir eiga að hlúa að leikmönnunum sem þeir eru með í stað þess að troða inn fleirum. Þeir verða að vera betri og það er undir þeim komið. Ekki fara að fikta of mikið í þessu.

Þá vantar bakvörð og hafsent, þurfa kannski tvo leikmenn. Þeir þurfa ekkert að gera það 1. desember. Þeir geta bara tekið sér tíma. Þessi nöfn sem þeir eiga að vera með eiga að vinna þetta mót,“ sagði Mikael.

Kristján Óli Sigurðsson var einnig í setti en hann tók undir með Rikka. „Ég get lofað þér því hérna 2. desember að Valur verður ekki meistari 2025,“ sagði hann.

Valur hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar í haust en ætlaði sér að vera mun nær toppnum en raun bar vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær búinn að landa nýju starfi

Solskjær búinn að landa nýju starfi
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert myndband sem Haaland birti í morgunsárið – Staðfestir tíðindin

Sjáðu athyglisvert myndband sem Haaland birti í morgunsárið – Staðfestir tíðindin
433Sport
Í gær

Haaland að skrifa undir svakalegan samning

Haaland að skrifa undir svakalegan samning
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“
Sport
Í gær

Afskaplega auðvelt fyrir Strákana okkar í fyrsta leik

Afskaplega auðvelt fyrir Strákana okkar í fyrsta leik