fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Íslandsmeistararnir sagðir á eftir Stefáni Inga

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. desember 2024 18:30

Mynd/ Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa áhuga á Stefáni Inga Sigurðarsyni samkvæmt sparkspekingnum Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni.

Stefán fór frá Blikum út í atvinnumennsku fyrir um einu og hálfu ári síðan, þá til Patro Eisden í Belgíu. Í sumar gekk hann svo í raðir Sandefjörd í norsku úrvalsdeildinni. Hann er samningsbundinn þar í þrjú ár til viðbótar.

„Ég var að heyra að hann væri á radarnum en hann er samningsbundinn í Noregi, svo það þarf að rífa upp veskið,“ sagði Kristján í þætti dagsins af Þungavigtinni.

„Það er sennilega draumur þeirra að Ísak (Snær Þorvaldsson) komi heim en þetta er væntanlega „back-up“ planið. Þeir taka þá varla báða.

Stefán skoraði 4 mörk í Noregi og getur skorað svona 30 mörk í Bestu deildinni ef hann væri í Breiðabliki eða Víkingi.“

Blikar hafa þegað fengið þá Óla Val Ómarsson, Valgeir Valgeirsson og Ágúst Orra Þorsteinsson í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Söðlar Garnacho um innan Englands?

Söðlar Garnacho um innan Englands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig um áhugann á Salah – Útilokar þessa niðurstöðu

Tjáir sig um áhugann á Salah – Útilokar þessa niðurstöðu
433Sport
Í gær

Stjórinn með þungt högg í maga Neymar

Stjórinn með þungt högg í maga Neymar
Sport
Í gær

Arnar hneykslaður á RÚV – „Það virðist ómögulegt að gera þetta öðruvísi fyrir ríkisreknu sjónvarpsstöðina“

Arnar hneykslaður á RÚV – „Það virðist ómögulegt að gera þetta öðruvísi fyrir ríkisreknu sjónvarpsstöðina“