Edu hefur formlega yfirgefið Arsenal, þessi yfirmaður knattspyrnumála ræddi við leikmenn á þriðjudag og sagði þeim frá tíðindunum.
Edu má ekki vinna neitt í sex mánuði eftir að hann sagði upp hjá Arsenal. Edu mun taka til starfa hjá Evangelos Marinakis sem á Nottingham Forest, Olympiakos og Rio Ave.
Uppsögn Edu kom mörgum hjá Arsenal á óvart samkvæmt ESPN, hann hafði í september skrifað undir nýjan samning við félagið.
Tæpum tveimur mánuðum síðar segir hann upp. ESPN segir að ekkert stórt hafi gerst en tvö mál gæti hafa haft áhrif á ákvörðun hans.
Edu var samkvæmt ESPN ekki viss með kaup liðsins á Mikel Merino frá Real Sociedad í sumar en Mikel Arteta vildi ólmur fá hann.
Þá pirraði það forráðamenn Arsenal þegar hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin fór í sumar. Chido er rosalega efnilegur framherji en Edu átti slæmt samband við umboðsmann hans. Chido fór frítt til Manchester United.
Edu fær að auki miklu hærri laun í nýju starfi eða um 5 milljónir punda á ári.