Stuðningsmenn Coventry eru ekki sáttir eftir að félagið tók þá ákvörðun að reka Mark Robins úr starfi sem stjóra liðsins.
Robins hafði stýrt Coventry í sjö ár og komið liðinu upp um tvær deildir.
Coventry hefur svo komist nálægt því að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og almennt verið talin gera vel.
Félagið situr nú í sautjánda sæti ensku Championship deildarinnar og töldu stjórnendur Coventry að gera þyrfti breytingar.
Robins kom Coventry í undanúrslit enska bikarsins á síðustu leiktíð en tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni.