Forráðamenn Al-Hilal vilja semja við Mohamed Salah og reyna að ganga frá öllu áður en HM félagsliða hefst næsta sumar.
Salah sem er 32 ára gamall getur farið frítt frá Liverpool næsta sumar.
Al-Hilal er eitt þeirra lið sem fer á HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum næsta sumar.
Salah hefur mikið verið orðaður við lið í Sádí Arabíu síðustu ár og nú fer áhuginn að aukast.
Salah hefur verið í mögnuðu formi síðustu vikur en búist er við að Liverpool geri allt til þess að halda honum.